
Um okkur
Tónlist í umönnun
DaDOM, Erasmus+ verkefnið, var hannað til að samþætta tónlist inn í umönnunarstörf og hefur sýnt jákvæð áhrif á vellíðan bæði íbúa og umönnunaraðila. Tónlistarleg samskipti geta bætt svefn, eflt samskipti og dregið úr hegðunarvandamálum—sem er sérstaklega dýrmætt í umönnun fólks með heilabilun. Fyrir umönnunarstarfsfólk eykur sjálfstraustið, sem fæst við að nota tónlist, ánægju í starfi og bætt vinnuumhverfi. Þannig verður tónlist að öflugu tæki í daglegri umönnun.


Eflum umönnunarstarfsfólk framtíðarinnar
Með einstakri námskrá hefur DaDOM veitt starfsnámsnemum og kennurum í Evrópu hagnýtar og einfaldar aðferðir til að nota tónlist í umönnun. Erasmus+ verkefnið okkar fól í sér þróun sérsniðinnar námskrár fyrir starfsnámsnema, hagnýtt námsefni og ítarefni fyrir komandi kennara og leiðbeiningar fyrir umönnunarstofnanir, sem brúa bilið milli starfsmenntunar og raunverulegra þarfa í umönnun. DaDOM er fyrsta skrefið að framtíð þar sem tónlist í umönnun verður almennt viðurkennd, það eflir nýja kynslóð umönnunarstarfsfólks sem notar tónlist til að færa gleði, ró og tengsl í samskiptium milli þess og skjólstæðinga þeirra.
Í DaDOM verkefninu höfum við þróað námsefni fyrir nemendur, útbúið ítarefni fyrir kennara í starfsmenntum og samið leiðbeiningar sem auðveldar umönnunarstofnunum að taka á móti DaDOM nemum. Þessi úrræði hafa stutt við umönnunarstarfsfólk og stofnanir í Evrópu við að skapa innilegra og umhyggjusamara umhverfi sem gagnast bæði umönnunaraðilum og skjólstæðingum þeirra.
Áhrif okkar
